Öldungaráðið: 25. Þórir Stephensen

Jón B. Guðlaugsson

Um söguna: 

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Séra Þórir Stephensen (f. 1931) er í hópi merkari kennimanna íslenskra og á að baki áratuga starf í þjónustu Almættisins. Reykvíkingur er hann að uppruna en hóf starf sitt sem sálnahirðir norður í Dölum á tíma þegar þarfasti þjónninn var enn helsta farartækið norður þar og varð Þórir að húsa prestssetrið að nýju með eigin höndum! Síðar þjónaði hann Sauðkrækingum um margra ára skeið, þar sem hann lagði einnig gjörva hönd á plóg sem barnakennari og vann að mörgum þrifamálum bæjarfélagsins. Síðar tók við fjölbreyttur ferill sem Dómkirkjuprestur í Reykjavík, að ógleymdum árum hans sem staðarhaldari á óðali ættar hans í Viðey. Séra Þórir er afbragðs penni og hefur ritað fjölmargar greinar og nokkrar bækur i tímans rás. Gleymum ekki yndi hans af góðum skáldskap en á þeim vettvangi kemur enginn að tómum kofanum hjá honum.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Viðtöl
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:48:46 104,5 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
109.00
Öldungaráðið: 25. Þórir Stephensen
Jón B. Guðlaugsson