img

Öldungaráðið: 23. Ólafur Ásgeir Steinþórsson

Jón B. Guðlaugsson

Lengd

1h 6m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Viðtöl

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Ólafur Ásgeir Steinþórsson (f. 1938) er einn fárra samtíðarmanna sem fæddir eru og upp aldir í Breiðafjarðareyjum. Ólafur fæddist í Bjarney og sleit barnsskónum þar og í Flatey. Hann stendur föstum rótum í eyjunum og ritaði fyrir nokkrum áratugum ítarlega uppvaxtar- og samfélagssögu Breiðafjarðareyja á stríðsárunum síðari þar sem blómgaðist mannlíf sem nú er með öllu horfið. Bækur hans heita Ferð til fortíðar og Urðarmáni. Þar bregður Ólafur upp lifandi leifturmyndum af mannlífinu í eyjunum og rekur uppvöxt sinn í bland við sagnfræði og fínofinn „húmor“. Hið sama er uppi á teningnum í frásögn hans hér.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

 

Sýna minna

Kafli

1

img

Ólafur Ásgeir Steinþórsson

Jón B. Guðlaugsson

1:05:34

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt