img

Öldungaráðið: 11. Matthías Johannessen

Jón B. Guðlaugsson

Lengd

1h 11m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Viðtöl

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga – kynslóð sem nú er komin á efri ár, hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás.

Þá er komið að ellefta einstaklingnum í Öldungaráð okkar hér á Hlusta.is. Það er Matthías Johannessen (f. 1930). Skáldið, gullpennann og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins þarf vart að kynna mörgum orðum, enda löngu landsfrægur. Matthías hefur á langri ævi haft persónuleg kynni af mörgum helstu andans mönnum lýðveldisins og ritað allmargar samtalsbækur, auk ljóðabóka og smásagnasafna. Í þessu viðtali fer hann vítt og breitt yfir feril sinn og rifjar upp kynni af þjóðfrægum einstaklingum.

Það eru Jón B. Guðlaugsson og Ingólfur B. Kristjánsson sem taka viðtalið.

Sýna minna

Kafli

1

img

Matthías Johannessen

Jón B. Guðlaugsson

1:11:29

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt