img

Öldungaráðið: 10. Guðrún Valdimarsdóttir

Jón B. Guðlaugsson

Lengd

40m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Viðtöl

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Tíundi einstaklingurinn sem gengur inn í Öldungaráðið er Guðrún Valdimarsdóttir, fædd 1920. Guðrún er dóttir skáldkonunnar Erlu, einnar hagorðustu konu á Íslandi síðustu aldar, og hefur í ríkum mæli erft hagmælsku móður sinnar, líkt og bróðir hennar, skáldið Þorsteinn Valdimarsson. Þau voru í allstórum hópi systkina er ólust upp í Teigi í Vopnafirði, en Guðrún hefur þó alið aldur sinn á Suðurlandi um áratuga skeið og dvelst nú á Eyrarbakka. Svo sem vænta má er hún margfróð og skemmtin í viðræðu, enda prýðisern. Hér rekur Guðrún nokkra þætti úr lífshlaupi sínu, minningar sínar um foreldra og fjölskyldu, og fer með nokkur ljóð.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sýna minna

Kafli

1

img

Guðrún Valdimarsdóttir

Jón B. Guðlaugsson

39:51

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt