img

Íslensk skáldsagnaritun 1940-1970

Erlendur Jónsson

Lengd

7h 11m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Fróðleikur

Hér segir Erlendur Jónsson frá rithöfundum sem fram komu á sjónarsviðið og gáfu út skáldsögur, smásögur eða stærri verk á þessu þrjátíu ára tímabili. Rakin er saga íslenskrar skáldsagnaritunar frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar til 1970, hvarvetna með félagslega eða menningarlega þróun í baksýn eins og segir aftan á bókarkápu: „Sérstakt mið er tekið af þjóðlífsbyltingu stríðsáranna annars vegar, en pólitísku og menningarlegu umróti líðandi stundar hins vegar.“ Hér er um einstaklega áhugaverða bók að ræða sem unnendur íslenskra bókmennta og íslenskrar samtímasögu mega ekki láta framhjá sér fara. Bókin var gefin út af Ísafoldarprentsmiðju hf. í Reykjavík árið 1971.

Erlendur Jónsson hefur skrifað fleiri bækur sem sumar er að finna á Hlusta.is.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning