Ævisaga Raspútins

William Le Queux

Um söguna: 

Eins og nafnið ber með sér fjallar þessi bók um Grigori Raspútin sem komst til mikilla áhrifa í Rússlandi á síðustu árum Romanoff-keisaraættarinnar. Hann komst í kynni við Nikulás keisara og Alexöndru konu hans árið 1905 og ári seinna var hann orðinn sérlegur heilari sonar þeirra Alexis. Raspútin bjó í skjóli þeirra og virðist hafa náð á þeim tangarhaldi þannig að hann var áður en yfir lauk valdamesti maður Rússlands. Gjörðir hans og umsvif urðu til að fella keisarann og fjölskyldu hans. Frá þessu segir William Le Queux í bók þessari sem gefin var út árið 1917 og heitir á frummálinu The Minister of Evil: The Secret History of Rasputin's Betrayal of Russia.

Le Queux (1864-1927) var fransk-enskur blaðamaður og diplómati og afkastamikill rithöfundur. Hann samdi skáldsögur og sagði frá sögulegum atburðum og nutu sumar bækur hans mikilla visælda.

Ævisaga Raspútins kom út í íslenskri þýðingu Jóns H. Guðmundssonar árið 1936. Um útgáfuna sá bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:27:08 256,6 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
267.00
Ævisaga Raspútins
William Le Queux