Ævi Hallgríms Péturssonar og Saurbær á Hvalfjarðarströnd

Vigfús Guðmundsson

Um söguna: 

Ævi Hallgríms Péturssonar og Saurbær á Hvalfjarðarströnd er heiti þessarar bókar sem gefin var út af Snæbirni Jónssyni bóksala og útgefanda árið 1934. Vigfús Jónsson tók saman. Bókin skiptist í tvo megin kafla. Í hinum fyrri er fjallað um sautjándu öldina, aldarfar, árferði og efnahag landsmanna, einnig galdra, galdrabrennur, farsóttir og aðrar hörmungar. Ennfremur er fjallað um þær breytingar sem urðu með siðaskiptunum hér á landi, þar á meðal bókaútgáfu. Þá er farið yfir ævi Hallgríms Péturssonar, Passíusálmana, aðra sálma hans og annan kveðskap. Í seinni kaflanum er fjallað um Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem Hallgrímur þjónaði sem prestur. Sagt er frá húsakynnum og þeim kirkjum sem þar hafa staðið frá tíð Hallgríms. Einnig þeim prestum sem þar þjónuðu frá þeim tíma fram að útgáfu þessarar bókar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:04:33 235 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
245.00
Ævi Hallgríms Péturssonar og Saurbær á Hvalfjarðarströnd
Vigfús Guðmundsson