Áttungurinn

Mary Elizabeth Braddon
5
Average: 5 (1 vote)

Þýddar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-082-4

Um söguna: 

Áttungurinn (The Octoroon) er öðrum þræði hádramatísk spennusaga og hins vegar lítt dulin ádeila á þrælahald, en þrælastríðið í Bandaríkjunum hófst sama ár og sagan kom út, árið 1861. Á þessum tíma var mikið deilt um þrælahald og sagan Kofi Tómasar frænda sem kom út níu árum áður (1852) hafði átt sinn þátt í að ýta undir breytt sjónarmið. Þó svo að viðhorf Braddons og Harriet Beecher Stowe fari saman eru sögurnar þó afar ólíkar, en Braddon viðrar sínar skoðanir í æsilegri og rómantískri spennusögu, en slíkar sögur nutu mikilla vinsælda á þeim árum.

Sagan segir frá Coru Lesley sem er dóttir plantekrueiganda í New Orleans en er send fimm ára gömul til Englands. Hún er ljós yfirlitum og hefur aldrei kynnst móður sinni og þekkir því ekki uppruna sinn. Þegar faðir hennar slasast í átökum við þræla ákveður Cora að snúa heim. Á það eftir að hafa miklar afleiðingar.

Á íslensku var sagan fyrst gefin út í Reykjavík af Jóh. Jóhannessyni árið 1909. Seinna var hún endurútgefin árið 1960 af Sögusafni heimilanna.

Mary Elizabeth Braddon (1835-1915) var einn vinsælasti rithöfundur Englands á Viktoríutímanum og skrifaði yfir 80 skáldsögur. Var Áttungurinn önnur skáldsaga hennar og ein af þeim sögum sem lögðu grunninn að velgengni hennar, en kunnasta saga hennar er án efa Leyndarmál lafði Audley (Lady Audley's Secret) sem varð gríðarlega vinsæl og hefur verið endurútgefin ótal sinnum og er ein af þessum bókum sem alltaf eru fáanlegar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:20:35 293 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
321.00
ISBN: 
978-9935-28-082-4
Áttungurinn
Mary Elizabeth Braddon