Árni

Björnstjerne Björnson

Um söguna: 

Skáldsagan Árni eftir Björnstjerne Björnsson er sveitasaga sem gerist í Noregi á seinni hluta nítjándu aldar þegar hafnar eru ferðir til Vesturheims. Hér segir fyrst frá foreldrum Árna og svo uppvaxtarárum hans fram á fullorðinsár. Hann dreymir snemma um betra líf fjarri heimahögum, en hann er bundinn við búskapinn heima og móður sína einstæða, en einnig kemur rómantík í spilið. Sagan var gefin út í íslenskri þýðingu Þorsteins Gíslasonar árið 1897.

Björnstjerne Björnsson (1832-1910) er einn af merkustu rithöfundum Noregs. Eftir hann liggur fjöldi verka, skáldsögur, ljóð og leikrit. Mörg þeirra hafa verið þýdd á íslensku, en Björnstjerne Björnson var um langt skeið einn þekktasti og áhrifamesti erlendi rithöfundurinn meðal Íslendinga. Þó nokkur fjöldi verka hans hefur verið þýddur á íslenska tungu. Björnstjerne Björnson hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1903.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:44:01 273 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
284.00
Árni
Björnstjerne Björnson