Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.
Þeir eru fáir sem alist hafa upp þar sem enginn komst nema fuglinn fljúgandi, lágfóta eða ferðast þarf sjóleiðina til að hitta mann og annan. Viðmælandi okkar í þessu flögri býr yfir lífsreynslu sem ekki er á hverju strái. Aðalheiður Auðunsdóttir kallar sko aldeilis ekki allt ömmu sína þótt hún sé löngu orðin amma. Hún hefði vafalítið sómt sér vel í villta vestrinu en í raun má segja að þar hafi hún einmitt verið.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:36:27 35 MB
