Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.
Olil Amble er landsþekkt hestakona og hrossaræktandi. Hún kom fyrst til Íslands 17 ára í sumarvinnu. Minnstu munaði að hún sneri aftur heim þegar í stað þar sem vinnan sem hún hafði vilyrði fyrir brást. Hún þrjóskaðist við og fór hvergi og fékk aðra vinnu austur í sveit. Kjarnakona og margverðlaunuð keppniskona, Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og heimsmeistari í keppni á íslenska hestinum, Olil Amble er viðmælandi okkar í hlaðvarpsþættinum Á flögri.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 01:01:53 59,4 MB
