Þýðing Matthíasar Jochumssonar á ljóðaflokki Tegnérs kom fyrst út árið 1866 og átti stóran þátt í að auka hróður Matthíasar sem skálds. Var hann rétt rúmlega þrítugur þegar þýðingin birtist en áður hafði hann skrifað leikritið Útilegumennina (Skugga-Svein) (1865).
Tegnér sagði Friðþjófssögu í mörgum ljóðaflokkum undir mismunandi háttum að dæmi íslenskra rímnaskálda. Óhætt er að segja að þýðing Matthíasar sé frábærlega af hendi leyst, t.d. yrkir Matthías undir svipuðum bragarháttum og Tegnér notaði. Sum ljóðanna eru í flokki þess besta sem Matthías orti og segir það töluvert um gæðin.
Esaias Tegnér (1782-1846) var sænskur rithöfundur og skáld, prófessor í grísku og biskup. Er hann af mörgum talinn faðir nútíma ljóðlistar í Svíþjóð og er það ekki síst að þakka ljóðaflokknum sem hann vann upp úr Friðþjófs sögu. Friðþjófs saga er ein af fornaldarsögum Norðurlanda og hefur þar svipaða stöðu og Gunnlaugs saga ormstungu í flokki Íslendingasagna, þ.e. þar sem áherslan er á ástina. Fræðimenn hafa talið að hún kynni að vera samin eftir ástarsögunni Flóres og Blankiflúr sem er austræn að uppruna og vel þekkt á miðöldum og til í íslenskri þýðingu.
Útgáfan sem hér er lesin er sú fjórða sem kom út og þar hafði Matthías endurskoðað þýðingu sína og ort nokkra kafla undir nýjum bragarhætti. Hefur eldri þýðingunum verið bætt aftan við, hlustendum til glöggvunar og samanburðar.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
ókunnur höfundur
Saga um Hróa hött
ókunnur höfundur
Ernest Legouvé
Erfiði og sársauki
Ernest Legouvé
The Bride Comes to Yellow Sky
Stephen Crane
Jane Austen
Pride and Prejudice
Jane Austen
Sigurður Nordal
List og lífsskoðun (2. bindi)
Sigurður Nordal