Sagan Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir snillinginn Jules Verne kom fyrst út sem framhaldssaga árið 1872 og á bók 1873. Hún segir frá auðugum enskum hefðarmanni, Phileas Fogg sem gerir veðmál við nokkra klúbbfélaga um að hann geti ferðast í kringum hnöttinn á áttatíu dögum. Sér til halds hefur Fogg svo hinn dásamlega þjón sinn, Passepartout.
Þegar Verne skrifaði söguna var hann á nokkuð erfiðum stað í lífi sínu. Á þessum tíma voru Frakkar í stríði við Rússa og hann var kvaddur í herinn um tíma. Þá átti hann í nokkrum fjárhagslegum þrengingum, hafði ekki fengið greidd höfundarlaun fyrir síðustu bækur sínar. Faðir hans hafði látist nokkru áður og auk þess hafði Verne orðið vitni að opinberri aftöku sem fór illa í hann. Það eina sem hann fann sig í var að skrifa þessa sögu, en hann hafði fengið hugmyndina eitt kvöld er hann sat á kaffihúsi og var að lesa blöðin.
Á þessum árum höfðu orðið töluverðar tækniframfarir á farartækjum sem gerði aukinn hraða í samgöngum mögulegan og Verne sem fylgdist vel með nýjungum sá þarna leik á borði. Það er til marks um vinsældir og trúverðugleika sögunnar að þegar fyrstu kaflar hennar birtust sem framhaldssaga í tímariti héldu margir að um raunverulegan atburð væri að ræða og gerðu sín eigin veðmál um hvort þetta myndi takast hjá herra Fogg.
Bókin hefur verið þýdd oftar en einu sinni á íslensku, en útgáfan sem við notum hér kom út árið 1906 og er á sannkölluðu gullaldarmáli þó þýðanda sé hvergi getið.
Jón B. Guðlaugsson les.
ókunnur höfundur
Saga um Hróa hött
ókunnur höfundur
Ernest Legouvé
Erfiði og sársauki
Ernest Legouvé
The Bride Comes to Yellow Sky
Stephen Crane
Jane Austen
Pride and Prejudice
Jane Austen
Sigurður Nordal
List og lífsskoðun (2. bindi)
Sigurður Nordal