Brennimarkið

    Brennimarkið

    Brennimarkið er spennandi örlagasaga sem segir frá baráttu stúlkunnar Joan Carwer er hún reynir að brjótast undan oki þeirra karla sem vilja ráða hennar lífi og finna sér sinn eigin stað í tilverunni. Sagan kom fyrst út á ensku árið 1919 undir titlinum The Branding Iron og naut töluverðra vinsælda. Ári síðar var gerð kvikmynd eftir sögunni, en þá voru talmyndir ekki enn komnar á markað. Það er gaman að geta þess að kvikmyndin var bönnuð fyrir of mikla nekt og það að taka léttvægt á framhjáhaldi kvenna.

    Katharine Newlin Burt var bandarískur rithöfundur sem einkum skrifaði vestra. Hún skrifaði einnig kvikmyndahandrit, sem var ný grein í þá daga, og að minnsta kosti sjö af sögum hennar voru kvikmyndaðar. Katharine fæddist árið 1882 og byrjaði mjög snemma að skrifa smásögur. Sögur hennar þóttu vel skrifaðar og á margan hátt róttækar ádeilusögur með skýra áherslu á réttindi og örlög kvenna. Eftir hana liggja um 30 skáldsögur. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1912, en The Branding Iron var önnur í röðinni.

    Svavar Jónatansson les.

    Book cover image

    Saga um Hróa hött

    ókunnur höfundur

    Saga um Hróa hött

    ókunnur höfundur

    Book cover image

    Erfiði og sársauki

    Ernest Legouvé

    Erfiði og sársauki

    Ernest Legouvé

    img

    The Bride Comes to Yellow Sky

    Stephen Crane

    Book cover image

    Pride and Prejudice

    Jane Austen

    Pride and Prejudice

    Jane Austen

    Book cover image

    List og lífsskoðun (2. bindi)

    Sigurður Nordal

    List og lífsskoðun (2. bindi)

    Sigurður Nordal

    Forsíða

    Efnisflokkar

    Leit

    Bókasafnið þitt