
The History of Tom Jones, a Foundling, eða einfaldlega Tom Jones, er skáldsaga eftir Henry Fielding.
Þegar ríki herramaðurinn Allworthy kemur heim úr ferðalagi finnur hann ungabarn í rúmi sínu og ákveður að taka drenginn að sér, þrátt fyrir fordóma samfélagsins gagnvart þeim sem fæðast utan hjónabands. Hinn ungi Tom elst upp í góðu yfirlæti hjá Allworthy og systur hans, þangað til systirin giftist og eignast son, en uppeldisbræðurnir tveir eru afar ólíkir, svo ekki sé meira sagt.
Þessi kómíska uppvaxtarsaga kom fyrst út árið 1749 og er ein af fyrstu skilgreindu skáldsögunum í enskri bókmenntasögu. Litríkar persónur glæða lífi umfjöllun um stéttaskiptingu og fordóma, ástir, siðferði og mannlegan breyskleika.
Henry Fielding (1707-1754) var enskur rithöfundur, þekktur fyrir kímni og háðsádeilu í verkum sínum. Hann var einnig dómari og þess má til gamans geta að hann kom á fót fyrsta lögregluliði Lundúnaborgar, the Bow Street Runners.
Peter Dann les á ensku.

ókunnur höfundur
Saga um Hróa hött
ókunnur höfundur

Ernest Legouvé
Erfiði og sársauki
Ernest Legouvé

The Bride Comes to Yellow Sky
Stephen Crane

Jane Austen
Pride and Prejudice
Jane Austen

Sigurður Nordal
List og lífsskoðun (2. bindi)
Sigurður Nordal