Book cover image

Öldungaráðið: 27. Sigurjón Björnsson

Jón B. Guðlaugsson

Öldungaráðið: 27. Sigurjón Björnsson

Jón B. Guðlaugsson

Lengd

1h 38m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Viðtöl

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

„Tvær eru ævirnar, þrjár ef lengi lifir.“ Aðeins munaði hársbreidd að Sauðkrækingurinn Sigurjón Björnsson (f. 1926) yrði verkamaður norður þar ævilangt. Eflaust hefði það skilað Skagfirðingum góðu dagsverki en mikils hefðu íslenskar bókmenntir og sálarfræði farið á mis! Sigurjón braust til mennta, fyrst í Menntaskólanum á Akureyri, síðar úti í Frakklandi, skömmu eftir síðari heimsstyrjöld – sem um þær mundir var sjaldgæfur menntasjóður í að seilast fyrir unga Íslendinga. Þar – og síðar í Danmörku – lagði Sigurjón stund á það fag er lengstum síðan varð ævistarf hans, sálfræði. Það átti fyrir honum að liggja að starfa í Kaupmannahöfn og Reykjavík í þeirri grein og segja má að hann sé faðir að sálfræðinámi við Háskóla Íslands þar sem hann starfaði sem prófessor frá 1971 til 1994. Síðan tók Sigurjón til við grískunám við sömu stofnun og hefur á afrekaskrá sinni þýðingar úr forngrísku þar sem hæst ber rit spekinganna Þúkýdídesar og Xenófóns. Ekki má heldur gleyma verkum eftir Freud og þó einkum verkum franska 19. aldar höfundarins Balzacs, en Sigurjón hefur á síðustu árum íslenskað margar bóka hans.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning