Lengd
8h 26m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Æviminningar
Bókin Í áföngum: Endurminningar ritaðar af Daníel Daníelssyni fyrrum ljósmyndara kom út árið 1937, sama ár og höfundurinn lést, en hann fæddist árið 1866 og varð því rúmlega sjötugur að aldri. Í titli bókarinnar kallar hann sig fyrrum ljósmyndara sem hann og vissulega var, en hann lærði ljósmyndun hjá frumkvöðlinum Sigfúsi Eymundssyni. Auk þess stundaði hann mörg önnur störf um ævina eins og dyravörslu í stjórnarráðinu og kaupskap, en hann var um tíma með greiðasölu að Sigtúnum við Ölfusárbrú. Síðast en ekki síst var hann fyrsti formaður Hestamannafélagsins Fáks. Endurminningarnar eru frábær samtímalýsing auk þess að vera mjög skemmtilega skrifaðar.
Hallgrímur Indriðason les.