Lengd
15h 20m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Skáldsögur
Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki. Margar sögulegar persónur koma fyrir í þessari sögu, enda tókst höfundur á hendur mikla rannsóknarvinnu fyrir skrif hennar.
Sagan kom fyrst út á bók árið 1896. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir henni.
Henryk Sienkiewicz hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1905.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.