Lengd
8h 21m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Æviminningar
Mjófirðingur, alþingismaður, menntamálaráðherra og bóndi. Þetta er nærri lagi uppröðun þeirra hlutverka sem Vilhjálmur Hjálmarsson gegndi á langri starfsævi, sem ávallt leiddi hann aftur heim í Mjóafjörð.
Í þessari víðfeðmu yfirferð Vilhjálms um líf og starf fáum við innsýn í einstakt samfélag Mjóafjarðar og samband íbúa við Ísland á miklum gróskutímum. Æskuslóðirnar eru Vilhjálmi akkeri í ólgusjó lífsins.
Vilhjálmur hélt á vit stjórnmála undir væng Framsóknarflokksins sem leiddi hann inn í innsta hring íslenskra stjórnmála. Frásagnir hans frá alþingisárunum eru opinskáar og einlægar líkt og æskuminningar hans og mannlífsmyndir frá Mjóafirði.
Í bókinni kynnumst við Vilhjálmi en sömuleiðis stórum flokki einstaklinga. Næmni og virðing Vilhjálms fyrir tilverunni birtist í frásögnum af almúgafólki jafnt og landsfeðrum og stórmeisturum íslenskrar listasögu. Er öllum gert jafn hátt undir höfði í frásögnum Vilhjálms.
Þó þessi kunni Mjófirðingur hafi sjaldan þótt mikill bóndi, ræktaði hann og uppskar mikið á sviði bókmennta, enda liggja fjölmargar bækur eftir hann.
Svavar Jónatansson les.