Hér segjum við frá þessari stórmerku og hæfileikaríku konu sem fór ótroðnar slóðir og ruddi brautina fyrir þær og þá sem á eftir komu. Ekki einasta var hún fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu, heldur var hún fyrsta íslenska konan sem hafði atvinnu af ritstörfum almennt. Þá víkkaði hún út íslenska sagnahefð er hún fyrst allra ritaði sögulegar skáldsögur á Íslensku. Í ofanálag var hún fyrsta konan til að gefa út tímarit á Íslandi og það ekki eitt heldur þrjú. 28 mín.