img

List og lífsskoðun (1. bindi)

Sigurður Nordal

Lengd

13h 48m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Fróðleikur

Í bókinni List og lífsskoðun (1. bindi) er hlustanda veitt innsýn í skáldagáfu og sköpunarkraft Sigurðar Nordal á yngri árum og fram á fimmtugsaldur. Ævi og störf Sigurðar hafa einna helst tengst fræðimennsku á sviði íslenskrar og norrænnar bókmenntasögu. List og lífsskoðun er hins vegar minnisvarði um hans eigið framlag á sviði skapandi skrifa. Ungur að árum hóf hann að skrifa ljóð og skáldskap þann sem hér birtist, en leikrit hans Uppstigning varð þjóðþekkt í uppsetningu Iðnó árið 1945. Frægðarsól Sigurðar reis hátt á fyrri hluta síðustu aldar og var honum falið að semja ljóð og leikrit í tengslum við sögulega viðburði, einna helst leikþáttinn Alþingi 984, sem fluttur var á Alþingishátíðinni 1930. Þessi bók veitir hlustanda sömuleiðis persónulega og sjálfsævisögulega sýn á ævi Sigurðar í opinskáum eftirmálum höfundar. List og lífsskoðun er einstakt verk að því leyti að hér kynnumst við annarri hlið á þessum áhrifamikla fræðimanni. Hér eru bókmenntirnar hans eigin sköpun.

Svavar Jónatansson les.

Sýna minna

Kafli

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning