Book cover image

Malwa

Maxim Gorki

Lengd

2h 57m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Skáldsögur

Maxim Gorki eða Alexei Maximovich Peshkov (1868-1936) var rússneskur rithöfundur sem talinn er einn af upphafsmönnum þjóðfélagslegs raunsæis í bókmenntum. Var hann mikill umbótasinni og trúði á sósíalismann sem leið út úr þeim ógöngum sem rússneska þjóðin var komin í fyrir byltingu. Hann var af alþýðufólki kominn og í stéttskiptu samfélagi gamla keisaraveldisins áttu höfundar úr neðstu lögum samfélagsins afar erfitt uppdráttar, en hans tæri ritstíll og óvenju næm tilfinning fyrir umhverfinu sem hann náði að endurspegla í sögum sínum gerði það að verkum að menn fóru snemma að veita honum athygli. Var hann fimm sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum en hlaut þau þó aldrei.

Skáldsagan Malwa kom á íslensku út árið 1934 í frábærri þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð. Aðalpersóna sögunnar er ung stúlka að nafni Malwa sem býr í litlu afskekktu sjávarþorpi og sér lífið með öðrum augum en aðrar stúlkur. Í upphafi sögunnar er hún ástkona Wassilis, roskins sjómanns sem býr þar einnig, en skyndilega birtist sonur hans á svæðinu og verður hrifinn af Mölwu. Svo er að sjá hvernig þetta fer.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning
Malwa - Hlusta.is | Hlusta.is