Það er ekki ofsögum sagt að við Íslendingar erum fljótir að gleyma. Allavega má segja það um skáldkonuna Júlíönu Jónsdóttur sem kenndi sig við Akureyjar og markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu því hún var fyrsta konan á Íslandi sem gefin var út ljóðabók eftir. Hefur henni lítið verið hampað þrátt fyrir ágæt ljóð og skemmtilega öðruvísi sýn á tilveruna, en viðfangsefni ljóðanna voru mörg hver miklu sannari og raunsærri en þá tíðkaðist