Book cover image

Hefnd stýrimannsins

Carit Etlar

Hefnd stýrimannsins

Carit Etlar

Lengd

4h 53m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Skáldsögur

Hefnd stýrimannsins er spennandi skáldsaga eftir hinn kunna danska rithöfund Carit Etlar. Margir þekkja eflaust sögurnar Sveinn skytta og Varðstjóri drottningarinnar sem einnig hafa komið út eftir hann á íslensku. Hefnd stýrimannsins kom út hjá Sögusafni heimilanna árið 1946. Sagan er ævintýra- og spennusaga með rómantísku ívafi. Höfundurinn Carit Etlar hét réttu nafni Carl Brosböll en hann fæddist árið 1816 og lést árið 1900. Auk þess sem hann var góður rithöfundur þótti hann afar drátthagur og stundaði nám í Hinum konunglega danska listaháskóla. Þá var hann um tíma hermaður í danska hernum og tók þátt í stríðinu um Slésvík árið 1848. Kom sú reynsla honum vel í skrifum hans.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning
Hefnd stýrimannsins - Hlusta.is | Hlusta.is