img

Lengd

22h 30m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Skáldsögur

Sagan Elding er söguleg skáldsaga eftir Torfhildi Hólm. Sagan á sér stað á þeim tíma er Íslendingar tóku kristni. Hún gerist á Íslandi og í Noregi, en einnig víðar um Evrópu. Torfhildur var vel lesin í Íslendingasögunum og líkir í sögunni eftir fornu máli þeirra. Það gerir hún gríðarlega vel og má segja að persónur sögunnar hreinlega lifni við í meðförum hennar. Mörg nöfn úr Íslendingasögunum koma fyrir þó sagan sé skáldverk. Sagan hefur lengi verið nánast ófáanleg en hún þykir með bestu verkum höfundar og er þá mikið sagt, því Torfhildur var stórbrotinn rithöfundur sem allt of lengi hefur legið í þagnargildi.

Torfhildur Hólm (1845-1918) fæddist á Kálfafellsstað í Skaftafellssýslu. Hún var prestsdóttir og lagði stund á ensku og hannyrðir. Hún giftist Jakobi Hólm verslunarstjóra á Hólanesi nyrðra en varð snemma ekkja. Hún flutti til Vesturheims árið 1876, en flutti síðan aftur til Íslands 1889. Torfhildur varð árið 1882 fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Það var skáldsagan Brynjólfur Sveinsson biskup. Torfhildur var um ævina mjög afkastamikill höfundur og einn fyrsti íslenski höfundurinn sem lifði eingöngu af ritstörfum. Þetta tókst henni með styrk frá ríkinu og með því að gefa sjálf út skáldsögur sínar og önnur skrif í tímaritum sínum Draupni (1891-1908), Dvöl (1901-1917) og Tíbrá (1892-1893).

Þóra Hjartardóttir les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning
Elding - Hlusta.is | Hlusta.is