Book cover image

The Garden Party and Other Stories

Katherine Mansfield

The Garden Party and Other Stories

Katherine Mansfield

Lengd

5h 49m

Tungumál

English

Enfisflokkur

Sögur á ensku

The Garden Party and Other Stories er safn smásagna eftir nýsjálenska rithöfundinn Katherine Mansfield (1888-1923), en hún var á sínum tíma einn sérstæðasti og litríkasti rithöfundurinn í hópi kvenna sem skrifuðu á enska tungu. Sögur hennar, sem voru mjög persónulegar og byggðu að mestu á hennar eigin reynslu, túlkuðu veruleikann á annan hátt en áður hafði verið gert. Hún nálgaðist viðfangsefni sín oft með sýn barna og notaði líkingar og myndmál úr hugarheimi þeirra. Hjá henni voru börn með sitt sérstaka myndmál ólíkt öðrum höfundum sem bjuggu myndmál og líkingar barna í búning fullorðins höfundar. Má segja að hún hafi á þennan hátt innleitt nýjan stíl inn í bókmenntirnar og þrátt fyrir heldur dæmar undirtektir almennings var hún virt meðal bókmenntafólks. Þó svo að Katherine hafi ekki náð háum aldri hafa sögur hennar elst vel og stíll hennar á jafn vel við í dag og hann átti þá. Til marks um þá virðingu sem hún naut sem rithöfundur, var haft eftir rithöfundinum Virginu Woolf að Mansfield hafi verið eini höfundurinn sem hún hafi öfundað af hæfileikum sínum. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.

Peter Dann les á ensku.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning