Lengd
5h 58m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Æviminningar
Hér er á ferðinni stórskemmtileg og sérlega áhugaverð bók þar sem Jón Óskar tekst á við nýtt form endurminningasagna og hugleiðinga um lífið og tilveruna. Frásögnin er í raun marglaga og brotin upp á einstaklega skemmtilegan hátt með fréttum sem eru að gerast þegar höfundur er að skrifa endurminningar sínar (1991) sem hefjast á ferð hans til Parísar árið 1963.
Mikið er fjallað um bókmenntir og hugmyndir þar að lútandi en segja má að megininntakið eða meginhugsun höfundarins séu hugleiðingar um stríð og frið; áhugaverðar hugleiðingar sem eiga erindi til okkar allra óháð stað og tíma. Þá greinir höfundur í seinni hluta bókarinnar frá falli Sovétríkjanna og Berlínarmúrsins á mjög upplýstan máta og tengir við uppreisnir '68 kynslóðarinnar.
Bókin kom út hjá Bókaútgáfunni Fjölva árið 1994 og fór allt of hljótt á sínum tíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.