Hin nýsjálenska Katherine Mansfield var á sínum tíma einn sérstæðasti og litríkasti rithöfundurinn í hópi kvenna sem skrifaði á enska tungu. Hún tilheyrði hinum svokallaða Bloomsbury hópi sem í voru m.a. Virgina Woolf og Lytton Strachey. Hafði Woolf það á orði að Mansfield væri eina konan sem hún gæti talað við um skáldskap.
Sögur hennar sem voru mjög persónulegar og byggðu að mestu á hennar eigin reynslu. Þær túlkuðu og endurspegluðu veruleikann á annan hátt en áður hafði verið gert.