Lengd
28h 23m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Fróðleikur
Hér er á ferðinni fjórða og síðasta bindið í ritröðinni Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. Er óhætt að segja að það sé lykilrit um þennan tíma og er umföllunin mjög ítarleg og góð.
Aðal sjónarhornið hér eru höfðingjarnir Arngrímur Jónsson lærði og Guðbrandur biskup Þorláksson. Í grunninn er þetta rit um Jón Arason doktorsritgerð Páls. Þetta fjórða bindi kom út árið 1926. Hefur það rit verið ófáanlegt um nokkurn tíma og ætti því að vera fengur öllum þeim sem áhuga hafa á íslenskri sögu.
Páll Eggert fæddist á Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd 3. júní 1883. Foreldrar hans voru Óli Kristján Þorvarðsson, steinsmiður í Reykjavík, og Guðrún Jakobína Eyjólfsdóttir. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1905, cand.phil.-prófi 1906, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1918 og hann hlaut doktorsnafnbót við HÍ 1919 fyrir rit sitt um Jón biskup Arason.
Ritverk Páls eru feikimikil að vöxtum og munar þar um ritaskrá Landsbókasafnsins og skrá yfir rit háskólakennara. Þá tók hann saman lögfræðingatal en er líklega þekktastur fyrir samantekt á Íslenzkum æviskrám. Auk þess má nefna Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV, Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum sið á Íslandi, Jón Sigurðsson I-V, og Sögu Íslendinga IV, V, og fyrri hluta VI. bindis.
Jón B. Guðlaugsson les.