Lengd
8h 39m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Æviminningar
Hér er á ferðinni sérlega skemmtileg bók sem fram að þessu hefur einungis verið aðgengileg á rafbókavefnum Lestu.is. Er hér um að ræða ferðasögu höfundar sem hann fór í ásamt völdu liði árið 1860 til að kanna hvort mögulegt væri að innleiða fjarskiptatækni Marconis á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Marconi var ítalskur uppfinningamaður sem hafði þróað nýja tækni sem gerði mögulegt að koma skilaboðum á milli landa. Þó svo að tækni hans hafi ekki orðið ofan á hér á landi töluðu margir hennar máli og sagan af þessari ferð er hreint frábær. Höfundurinn segir skemmtilega frá og hefur mikinn áhuga á umhverfi og fólki og er frásögnin í senn einlæg og laus við þá fordóma sem margar sögur erlendra ferðamanna á þessum tíma voru uppfullar af. Glöggt auga höfundarins gefur okkur góða innsýn í líf og menningu fólksins í viðkomandi löndum.
Baldur Böðvarsson þýddi bókina.
Kristján Róbert Kristjánsson les.