Lengd
1h 48m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Ljóð
Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma.
Rímur af Þórði hræðu mun Sigurður hafa kveðið um 1820. Samanstanda þær af tíu rímum og er að finna í fyrsta bindi ritsafns Sigurðar sem gefið var út af Ísafold í umsjá Sveinbjörns Bertelssonar árið 1971.
Ingólfur B. Kristjánsson les.