Lengd
7h 44m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Skáldsögur
Hér er á ferðinni rómantísk spennusaga af gamla skólanum, en slíkar sögur nutu gríðarlegra vinsælda hér fyrr á árum. Í sögunni segir frá athafnamanninum Scarlett Trent sem er af lágum stigum en hefur risið til auðs og metorða er hann fann gullnámu í Afríku. Þegar hann virðist vera búinn að ryðja öllum hindrunum úr vegi vakna draugar fortíðarinnar upp og setja allt aftur á byrjunarreit. Þetta er spennandi saga um ástir og örlög.
Sagan kom fyrst út á Íslandi árið 1930 og var gefin út af Framtíðarútgáfunni í Hafnarfirði. Þýðanda er ekki getið. Hægt er að nálgast fleiri sögur eftir Oppenheim á Hlusta.is.
Enski rithöfundurinn Edward Phillips Oppenheim (1866-1946) var á sínum tíma gríðarlega afkastamikill og vinsæll höfundur spennusagna. Hann skrifaði yfir 100 skáldsögur á árunum 1887-1943 og fjölda smásagna. Fjölmargar sögur hans hafa verið kvikmyndaðar.
Ingólfur B. Kristjánsson les.