img

Austantórur: Endurminningar Jóns Pálssonar (3. bindi)

Jón Pálsson

Lengd

8h 5m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Æviminningar

Skrif Jóns Pálssonar komu út í þremur bindum við ævilok hans undir nafninu Austantórur I–III. Eru þau fróðlegur lestur og hlustun okkur 21. aldar mönnum, eða eins og Jón sjálfur orðaði það:

„Öllum þeim er línur þessar lesa hlýtur að verða það ljóst, hversu mikið menn urðu oft og einatt að leggja á sig og að sér í baráttunni fyrir lífinu. Mættu línur þessar verða til þess að kenna ungu kynslóðinni að meta að verðleikum baráttuna sem feður þeirra og mæður urðu að heyja fyrir velferð hinna ungu karla og kvenna og taka framfaraviðleitni þeirra sér til eftirbreytni. Stríð þeirra og strit var fyrir þau og þeim er að þakka að æskan fær nú að lifa við betri kjör en áður þekktust.“

Jón Pálsson (1865–1946) var fjölhæfur maður og fjölgáfaður er lagði gjörva hönd á margt um daga sína. Einna lengst mun hans minnst fyrir frumkvöðlastarf sitt í sunnlensku tónlistarlífi – einkum orgelleik og kórastarfi – en ekki hvað síst fyrir elju hans í söfnun og hljóðritun íslenskra þjóðlaga, löngu áður en öðrum hugkvæmdist varðveisla af því tagi. Þannig mun sálmalagið fagra, „Víst ertu Jesú kóngur klár,“ hafa varðveist fyrir hans tilverknað, útsett af bróðursyni hans, Páli Ísólfssyni tónlistarmanni.

Jón var borinn og barnfæddur á Stokkseyri og kynntist ungur hinum hörðu lífskjörum bænda og sjósóknara við suðurströnd landsins á 19. öld, enda deildi hann kjörum við Stokkseyringa allt til ársins 1903 er hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist m.a. fyrsti orgelleikari Fríkirkjunnar. Af einstakri natni, skarpskyggni og elju skráði hann fjölmargar þjóðlífsmyndir úr heimasveitum sínum er veita nútímamönnum glögga innsýn í harðræði og fátækt fyrri tíðar kynslóða – en einnig útsjónarsemi þeirra, dugnað og þekkingu á stóru sem smáu er gjörði þeim kleift að takast á við náttúruöflin og komast af, kynslóð fram af kynslóð.

Jón B. Guðlaugsson les.

Sýna minna

Kafli

1

img

01. lestur

Jón Pálsson

25:10

2

img

02. lestur

Jón Pálsson

28:08

3

img

03. lestur

Jón Pálsson

23:32

4

img

04. lestur

Jón Pálsson

13:51

5

img

05. lestur

Jón Pálsson

11:45

6

img

06. lestur

Jón Pálsson

12:26

7

img

07. lestur

Jón Pálsson

29:05

8

img

08. lestur

Jón Pálsson

11:02

9

img

09. lestur

Jón Pálsson

21:27

10

img

10. lestur

Jón Pálsson

26:14

11

img

11. lestur

Jón Pálsson

18:54

12

img

12. lestur

Jón Pálsson

22:55

13

img

13. lestur

Jón Pálsson

20:21

14

img

14. lestur

Jón Pálsson

28:39

15

img

15. lestur

Jón Pálsson

23:36

16

img

16. lestur

Jón Pálsson

17:50

17

img

17. lestur

Jón Pálsson

15:30

18

img

18. lestur

Jón Pálsson

20:49

19

img

19. lestur

Jón Pálsson

12:44

20

img

20. lestur

Jón Pálsson

18:45

21

img

21. lestur

Jón Pálsson

16:04

22

img

22. lestur

Jón Pálsson

13:15

23

img

23. lestur

Jón Pálsson

11:25

24

img

24. lestur

Jón Pálsson

21:38

25

img

25. lestur

Jón Pálsson

20:09

Forsíða

Efnisflokkar

Leit

Bókasafnið þitt