Book cover image

Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi

Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi

Lengd

4h 57m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Æviminningar

Árið 1826 myrtu þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson Natan Ketilsson þar sem hann svaf í rúmi sínu á Illugastöðum á Vatnsnesi. Einnig drápu þau annan mann sem var gestur á bænum, Fjárdráps-Pétur Jónsson. Er talið að þau hafi ætlað að komast yfir fé Natans sem sögur fóru af. Til að leyna verknaði sínum brenndu þau bæinn. Það dugði þó ekki til og voru þau dæmd fyrir verknaðinn og hálshöggvin tveimur árum síðar. Ung vinnukona, Sigríður Guðmundsdóttir, var flutt til ævilangrar nauðungarvistar í Kaupmannahöfn fyrir að vera í vitorði með þeim. Var þetta síðasta aftakan á Íslandi. Natan Ketilsson var umtalaður maður sem titlaði sjálfan sig sem lækni. Var hann fjölþreifinn til kvenna en kunnast er samband hans við Skáld-Rósu Guðmundsdóttur. Í þessari bók rekur Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi æviferil Natans og Skáld-Rósu af kostgæfni sagnfræðingsins en ljær sögunni á sama tíma dramatískan blæ sem gerir hana einstaklega læsilega og skemmtilega.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sýna minna

Kafli

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning
Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu - Hlusta.is | Hlusta.is