Lengd
1h 56m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Styttri sögur
Hver þekkir ekki sögurnar af Bakkabræðrum? Margar sögur af þeim og þeirra uppátækjum hafa skemmt Íslendingum lengi. Bakkabræður finnast einnig erlendis og má þar nefna Molbúana í Danmörku, enda hafa þær sögur átt auðvelt með að rata til Íslands, þar sem tengsl Íslands og Danmerkur hafa jafnan verið sterk. Molbúar munu einnig hafa skemmt fólki í Noregi, enda heyrði Noregur undir Danmörku þegar Molbúasögurnar urðu til með útgáfu bókarinnar Beretning om de vidtbekiendte Molboers vise Gierninger og tapre Bedrifter árið 1771, en þar mátti finna 13 Molbúasögur, hverja annarri kostulegri. Í þessari bók, Molbúasögur, í þýðingu Bjarna Jónssonar, má finna 60 stuttar frásagnir af hrakförum og vitleysisgangi þeirra Molbúa. Mörgum sögunum svipar til frásagna af Bakkabræðrum okkar Íslendinga.
Þóra Hjartardóttir les.