Lengd
1h 32m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Viðtöl
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.
Fyrir eldri kynslóðum Íslendinga þarf ekki að kynna Keflvíkinginn Árna Bergmann (f. 1935). Blaðamaður, ritstjóri, bókmenntagagnrýnandi og loks mikilvirkur þýðandi og rithöfundur eigin hugverka. Árni fór til náms í Moskvu á sjötta áratug síðustu aldar þegar járntjaldið var upp á sitt besta og sárafáir Íslendingar rötuðu austur þangað. Árni er því merkur heimildarmaður um hagi og siði í kjölfar Stalínstímans í Sovétríkjunum og kjör alþýðu austur þar. Í þessu viðtali fer sagnaþulurinn Árni vítt og breitt um svið ævi sinnar og segir af kynnum við ýmsa þjóðþekkta menn, innlendum stjórnmálum liðinna áratuga, ritstörfum sínum og þýðingum.
Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.