Lengd
1h 24m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Ljóð
Ljóðaflokkurinn Axel eftir Esaias Tegnér kom út í íslenskri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar árið 1857, en upprunaleg útgáfa Tegnérs kom út í Lundi árið 1822. Eins og aðrar þýðingar Steringríms er hér um að ræða afar smekkvísa þýðingu þar sem þýðandinn bæði fangar kjarna hins upprunalega ljóðs og færir það um leið í fagran listrænan íslenskan búning og eru fáir sem hafa kunnað þá list betur en Steingrímur.
Tegnér orti ljóðið á haustdögum árið 1821 en þá var hann að jafna sig eftir mikil veikindi. Þetta merka rómantíska frásagnarljóð, sem segja má að sé ort í Byronískum anda, varð mjög vinsælt og segir af ástum og stríði. Naut þýðing Steingríms mikilla vinsælda á Íslandi eins og upprunalega ljóðið hafði gert í Svíþjóð.
Rétt er að geta þess að bókin innihélt einnig tvö stök ljóð eftir Tegnér í þýðingu Steingríms og eru þau látin fylgja með. Um er að ræða ljóðin Karl tólfti, sem hann orti 1818 og er þjóðsöngur Svía, og Sólar óður (Solsangen).
Esaias Tegnér (1782-1846) var sænskur rithöfundur og skáld, prófessor í grísku og biskup. Er hann af mörgum talinn faðir nútíma ljóðlistar í Svíþjóð.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
1
1. Æviágrip Esaias Tegnér
Esaias Tegnér
19:55
2
2. Axel (1. hluti)
Esaias Tegnér
15:15
3
3. Axel (2. hluti)
Esaias Tegnér
20:31
4
4. Axel (3. hluti)
Esaias Tegnér
19:27
5
5. Karl tólfti
Esaias Tegnér
02:52
6
6. Sólaróður
Esaias Tegnér
05:57