img

Gull Faraós

C. Lestock Reid

Lengd

10h 4m

Tungumál

Icelandic

Enfisflokkur

Skáldsögur

Sagan Gull Faraós eftir C. Lestock Reid er í grunninn skrifuð sem spennu- og ástarsaga. Hún fjallar um Englendinginn Rupert Challoner sem ferðast til Afríku til að freista gæfunnar sem alltaf virðist handan við hornið en illa gengur að fanga. Hann er því orðinn vonlaus og finnst líf sitt mislukkað þegar dag einn verður á vegi hans gamall maður að nafni Lowell. Lowell þessi verður fyrir árás villinauts og Rupert reynir hvað hann getur til að bjarga lífi hans en nær því ekki. Áður en Lowell gefur upp öndina gefur hann Rupert kistil með ýmsum skjölum og segir honum að þar sé lykillinn að miklum fjársjóði, gulli Faraós, sem sé falið í Afríku. Rupert leggur af stað í leit að gullinu og þá hefst ævintýrið fyrir alvöru.

Sagan er barn síns tíma. Hún gerist á nýlendutímum þegar Evrópubúar hafa lagt Afríku meira og minna undir sig og endurspeglar sjónarhorn og viðhorf sem þá voru ríkjandi. Einnig koma hér fram erjur milli nýlenduþjóðanna sjálfra, meðal annars milli Breta og Þjóðverja. Á þeim tímum litu vestrænir menn almennt á Afríkubúa sem villimenn eða í besta falli þjóna og staða konunnar í samfélaginu var umhugsunarverð. Í samfélagi nútímans berum við kennsl á slík viðhorf sem fordóma og misrétti. Erindi sögunnar við hlustendur í dag má því segja að sé það að hreyfa við okkur og vekja til umhugsunar um stöðu okkar í heiminum, hvað við getum lært af fortíðinni og hvert við viljum stefna sem manneskjur.

C. Lestock Reid var sonur breskra foreldra en fæddist í Indlandi árið 1857. Hann var um tíma hershöfðingi í indverska riddaraliðinu sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir hermennskuna lagði hann stund á skriftir ásamt því að ferðast um Afríku og Asíu þar sem hann stundaði meðal annars villidýraveiðar. Reid lést árið 1936.

Sagan kom út í íslenskri þýðingu Björns Leví árið 1936.

Þóra Hjartardóttir les.

Sýna minna

Forsíða

Flokkar

Leit

Bókasafnið þitt

Valmynd

Innskráning