Lengd
22m
Tungumál
English
Enfisflokkur
Sögur á ensku
Nýsjálenski rithöfundurinn Katherine Mansfield (1888-1923) var helst kunn fyrir smásögur sínar og vilja margir meina að sögur hennar séu enn með bestu smásögum sem skrifaðar hafa verið. Sagan The Voyage kom fyrst út árið 1921. Í henni segir frá ungu stúlkunni Fenellu sem ásamt ömmu sinni tekur sér far með skipi, því hún á að búa með ömmu sinni og afa í óákveðinn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Sagan, sem sjálf er áhugaverð í alla staði, er sérstaklega eftirtektarverð fyrir þær sakir að hún er sögð með sjónum barnsins og allt líkingamálið miðast við barnið. Hafði síkt stílbragð ekki tíðkast áður.
Peter Stevens les á ensku.