Lengd
1h 35m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Íslendingasögur o.fl.
Sakúntala er fornindversk goðsögn sem segir frá hinni fögru Sakúntölu sem alin er upp af einsetumunkum í Unaðslundum þar sem hún lærir rétta breytni og góða siði.
Eitt sinn er konungur að nafni Dússíanta heldur í veiðiferð verður Sakúntala á vegi hans og fellur konungur strax fyrir fegurð hennar og yndisleik. En fyrir tilverknað vonds galdramanns fellur hann í álög sem felast í því að hann gleymir Sakúntölu. Eina leiðin til að létta álögunum er að konungur eignist fágætan týndan hring og dragi hann á fingur sér. Nú er að heyra hvernig fer fyrir þessu ágæta fólki.
Rétt er að taka fram að sagan er ekki hluti af sagnasafninu Þúsund og ein nótt sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi einnig af sinni alkunnu snilld.
Sakúntala kom fyrst út hjá forlagi Kristjáns Ó. Þorgrímssonar árið 1879 og var svo endurútgefin af Axeli Thorsteinssyni 1926. Varð sagan gríðarlega vinsæl og seldust báðar útgáfurnar upp.
Jón B. Guðlaugsson les.
1
Formáli
Fornindversk saga
01:09
2
1. kafli
Fornindversk saga
30:55
3
2. kafli
Fornindversk saga
21:03
4
3. kafli
Fornindversk saga
26:21
5
4. kafli
Fornindversk saga
16:00