Rithöfundurinn G. K. Chesterton hefur stundum verið nefndur sá maður sem hvað mest hefur verið vitnað í á enska tungu. Þó svo að í dag sé hann sennilega best þekktur fyrir sögur sínar um föður Brown, sem eru óvenjulegar sakamálasögur þar sem óásjálegur kaþólskur prestur er í aðalhlutverki var hann af mörgum álitinn einn mesti hugsuður sinnar samtíðar. Menn eins og George Bernard Shaw og Jorge Luis Borges litu upp til hans og leituðu gjarnan í smiðju hans.