Lengd
15h 47m
Tungumál
Icelandic
Enfisflokkur
Fróðleikur
Í þessu þriðja bindi Listar og lífsskoðunar birtist okkur enn frekar heimspekileg nálgun Sigurðar Nordal á tilveruna með áleitnum spurningum um líf og dauða. Erindi Sigurðar á fyrri hluta 20. aldar birtu Íslendingum áður óþekkta nálgun á tilveruna með því að sameina forna heimspeki og nýja. Nýlunda þess var án efa hæfileiki Sigurðar til að setja slík fræði og visku í beint samhengi við veruleika og áskoranir Íslendinga svo úr varð þjóðleg heimspeki.
Sömuleiðis kynnist hlustandinn hlutverki Sigurðar Nordal sem þjóðfélagsrýnis og áhrifavalds á sviði samfélagsmála enn betur. Í gegnum fjölmargar ræður og erindi um hin ýmsu þjóðþrifamál birtist hugmyndafræðilegur andi Sigurðar sem umbótamanns fyrir bættum hag Reykvíkinga. Nefna má erindi um lýðheilsu, sund, menntun og útivist. Áhrif hans á þróun íslensks samfélags á 20. öld verða seint metin til fulls þó bók þessi geri hlustandanum skýra grein fyrir hlutverki Sigurðar sem áhrifavalds í þeim málum.
Svavar Jónatansson les.