Lengd
10h 50m
Tungumál
English
Enfisflokkur
Sögur á ensku
Sagan Pride and Prejudice eftir Jane Austen er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. (Í íslenskri þýðingu ber hún titilinn Hroki og hleypidómar.)
Sögusviðið er Hertfordshire á Englandi við upphaf 19. aldarinnar. Þar býr herra Bennet ásamt konu sinni og fimm dætrum. Dag nokkurn fréttist að ungur og auðugur piparsveinn hafi keypt hús þar í nágrenninu og frú Bennet er harðákveðin í að krækja í hann fyrir tengdason.
Umfjöllunarefni bókarinnar - mannleg samskipti, tilfinningar, siðir og venjur, sjálfsmynd og samfélag - er sígilt og á erindi enn í dag.
Elizabeth Klett les á ensku.