Systurnar frá Grænadal

María Jóhannsdóttir
5
Average: 5 (1 vote)

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-16-507-7

Um söguna: 

Sagan Systurnar frá Grænadal eftir Maríu Jóhannsdóttur (1866-1924) kom fyrst út árið 1908. María var upprunnin úr Strandasýslu. Er lítið vitað um hennar uppvaxtarár en ung flutti hún til Reykjavíkur að afla sér menntunar. Var hún í Reykjavík nokkur ár, stundaði fyrst nám og vann svo eitthvað við skrifstofustörf; réðst síðan að Lauganesi til hjúkrunarnáms og gerðist hjúkrunarkona á Vífilsstöðum. Var hún þar til ársins 1918 er heilsa hennar bilaði. Fluttist hún þá til Stykkishólms og dvaldi þar til dauðadags. María var afar framsýn og merkileg kona og hafði ríka þörf til að láta gott af sér leiða. Hún barðist m.a. fyrir því að bæta aðbúnað fanga og vildi að fangelsum yrði breytt í betrunarhús. Skrifaði hún um það góða grein í tímaritið Eimreiðina. Hún var ekki afkastamikill höfundur en skrifaði þó þessa merkilegu nóvelettu og þá orti hún töluvert af ljóðum og birti í tímaritum. Þóttu þau mörg hver afar góð. Þó svo að ýmislegt megi finna að sögunni Systurnar frá Grænadal er hún merkilegt innlegg í bókmenntasögu þjóðarinnar, ekki síst kvenna, og gefur góða innsýn inn í þann tíma er hún var rituð.

Vala Hafstað les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:16:36 125 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
ISBN: 
978-9935-16-507-7
Systurnar frá Grænadal
María Jóhannsdóttir