Ráðherrar Íslands 1904-1971

Magnús Magnússon

Um söguna: 

Bók Magnúsar Magnússonar, Ráðherrar Íslands 1904-1971, dregur upp einstaka mynd af fyrstu ráðherrum Íslands frá upphafi 20. aldarinnar og allt fram á 8. áratuginn. Hér er um að ræða heimild um einstaklinga sem mörkuðu djúp spor í sögu landsins. Á hnitmiðaðan og heiðarlegan hátt veitir bókarhöfundur innsýn í persónur og pólitík og varpar jafnframt ljósi á efnahagslegan og félagslegan veruleika þjóðarinnar. Hlustandi kynnist þessum áhrifamiklu einstaklingum sem væru þeir vinir, samstarfsmenn eða ættingjar, og vitnar það um hæfileika höfundar til að sjá sálina sem býr að baki verkum manna. Auk þess hefur höfundur persónulega reynslu af störfum á sviði stjórnmála og má kalla hann innanbúðarmann íslenskra stjórnmála.

Ráðherrar Íslands er sígilt verk sem vekur áhuga okkar og fræðir um fyrstu ráðherra landsins og í því ljósi má einnig skoða ráðherra samtímans. Hvaða kosti og ókosti bera leiðtogar okkar nú, og hvaða mannkosti metum við helst á hverjum tíma?

Svavar Jónatansson les.

Þjóðlegur fróðleikur
Almennur fróðleikur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:02:31 291 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
303.00
Ráðherrar Íslands 1904-1971
Magnús Magnússon