Ofan jarðar og neðan

Theódór Friðriksson
0
No votes yet

Ævisögur og frásagnir

ISBN 978-9935-28-743-4

Um söguna: 
Ofan jarðar og neðan
Theódór Friðriksson
Ævisögur og frásagnir

Theódór Friðriksson (1876-1948) rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum kom út í tveim bindum árið 1941, og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli. Er það einstæð saga og klassísk heimild um lífskjör alþýðu manna í sjávarplássum og á afskekktum stöðum eins og norður í Fjörðum á seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar. Árið 1944 kom svo út framhald á æviminningum Theódórs og kallaði hann það Ofan jarðar og neðan. Tekur hún við þar sem Í verum sleppir en nú er hann kominn til Reykjavíkur og landið hernumið af Bretum. Fáum við glögga sýn þessa merka alþýðumanns á lífið eins og það gekk fyrir sig á þessum árum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:53:11 378 MB

ISBN: 
978-9935-28-743-4
Ofan jarðar og neðan
Theódór Friðriksson