Bókin Bréf til tveggja vina inniheldur eins og nafnið gefur til kynna sendibréf sem Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) skrifaði vinum sínum. Bréfin eru stíluð af stakri snilld í gamansömum tón, rétt eins og mörg ljóða Magnúsar, en undir niðri býr gráglettin alvaran.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Brellni drengurinn er smásaga eftir danska snillinginn H. C. Andersen. Hér segir frá hnokkanum Amor sem getur valdið usla í lífi fólks.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Brennu-Njáls saga þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Brest skrifaði hann u.þ.b. 1890. Hér fjallar höfundur um breyskleika mannfólksins og leggur til atlögu við tvískinnung í siðferðisdómum.
Jón Sveinsson les.
Brot úr ævisögu er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Brotna myndin er stutt jólasaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Brúðargjöfin eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1923.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Bryddir skór er skemmtileg jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta, sem eins og flestar sögur hans gerist í sveit við lok 19. aldar. Er þetta rómantísk saga sem allir aldurshópar geta haft gaman af að hlusta á. Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagan Brynjólfur biskup Sveinsson kom fyrst út árið 1882 og vakti þá verulega athygli. Höfundur sögunnar, Torfhildur Hólm var stórmerk kona og óhætt að segja að hún hafi rutt brautina fyrir kynsystur sínar.
Í þessari bók segir Dr. Aðalgeir Kristjánsson okkur sögu Brynjólfs Péturssonar sem var einn af stofnendum tímaritsins Fjölnis.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Sagan Bræðurnir eftir H. Rider Haggard (1856-1925) gerist á tímum krossferðanna og segir frá tveimur bræðrum og riddurum sem báðir elska sömu stúlkuna. Er þetta æsispennandi ævintýrasaga eins og flestar aðrar sögur Haggards en sú kunnasta er eflaust Námur Salómons konungs.
Sagan Bræðurnir eftir H. Rider Haggard (1856-1925) gerist á tímum krossferðanna og segir frá tveimur bræðrum og riddurum sem báðir elska sömu stúlkuna. Er þetta æsispennandi ævintýrasaga eins og flestar aðrar sögur Haggards en sú kunnasta er eflaust Námur Salómons konungs.
Búhöldur er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Hér segir frá Helgu karlsdóttur sem fer af stað að leita kýrinnar Búkollu. Finnur hún hana í helli ægilegrar skessu.
Halldór Gylfason les.
Kýrin Búkolla hefur ráð undir rifi hverju.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Búktalarinn er þýdd saga eftir ókunnan höfund. Hún birtist í tímaritinu Austra árið 1884. Á þeim tímum þótti ekki alltaf tiltökumál að geta um þýðendur og jafnvel höfunda slíkra sagna.
Þó svo að sagan The Canterville Ghost hafi fyrst kom út í bók árið 1891 í safninu Lord Arthur Savile's Crime and Other Stories, var hún samt fyrsta sagan eftir Wilde sem birtist á prenti. Það var í tímaritinu The Court and Society Review árið 1887.
Christmas Storms and Sunshine er hugljúf jólasaga eftir breska rithöfundinn Elizabeth Gaskell (1810-1965).
Ruth Golding les á ensku.
Þessa skemmtilegu smásögu skrifaði Victor Hugo árið 1834.
Cornelius Vanderbilt (1794-1877) var bandarískur iðnjöfur og mannvinur sem byggði auð sinn á skipum og járnbrautum. Hér er á ferðinni áhugaverð grein um ævi þessa merka manns.
Rafn Haraldsson les.
Cousin Phillis er stutt skáldsaga í fjórum hlutum eftir Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan kom fyrst út árið 1864.
Hér segir frá hinum sautján ára gamla Paul Manning sem flytur út á land og kynnist þar ættmennum móður sinnar, þar á meðal stúlkunni Phillis Holman.
Cranford er ein af best þekktu skáldsögum breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965).
Hér segir frá hinum sérvitru og viðkunnanlegu íbúum smábæjarins Cranford í valdatíð Viktoríu drottningar.
Skáldsagan Crime and Punishment eftir rússneska rithöfundinn Fyodor Dostoyevsky (1821-1881) kom fyrst út árið 1866 og er eitt af þekktustu skáldverkum heimsbókmenntanna. Á íslensku nefnist hún Glæpur og refsing.
Cymbelína hin fagra er spennandi sakamálasaga með rómantísku ívafi eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Þýðandi er Guðmundur Guðmundsson, cand. phil.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Magnús Sigurðsson (1847-1925) var óðalsbóndi og kaupmaður á Grund í Eyjafirði.
Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), fyrsta bindið af þremur, og nær það yfir árin 1902-1918.
Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), annað bindið af þremur, og nær það yfir árin 1919-1931.
Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), þriðja og síðasta bindi, og nær það yfir árin 1932-1945.