Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld. Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Bernskuminning skrifaði hann 1906.
Jón Sveinsson les.
Bertie's Christmas Eve er skemmtileg jólasaga eftir Saki.
Breski rithöfundurinn Saki (1870-1916) hét réttu nafni Hector Hugh Munro. Hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf tuttugustu aldarinnar.
Áhugaverð grein sem segir frá tengslum þessara tveggja rithöfunda, Bertram Fletcher Robinson og Arthur Conan Doyle, og vangaveltum um uppruna sögunnar Baskerville hundurinn.
Ingólfur Kristjánsson les.
Berðu mig upp til skýja kom út árið 1930 og samanstendur af ellefu smásögum. Sögurnar fjalla um álfa- og hulduheima, dýr, jurtir, náttúrufyrirbæri og alls konar fólk, bæði ungt og gamalt.
Betlarinn er smásaga sem kemur á óvart eftir Elínborgu Lárusdóttur.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Bevers saga ,,fjallar um enskan jarlsson, sem er seldur kaupmönnum og fellur í hendur Múhameðstrúarmönnum, eftir að faðir hans hefur verið myrtur, ástir hans og Jósúenu, egypskrar konungsdóttur, og baráttu hans fyrir að ná aftur ríki föður síns á Englandi," eins og fram kemur í formála s
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Einar Már Guðmundsson er einn af helstu rithöfundum samtímans. Ásamt ljóðabókum hefur hann skrifað skáldsögur sem eru mörgum afar kærar.
Bjargræði eftir Hermann Stefánsson er skáldsaga þar sem Látra-Björg (1716–1784) er í aðalhlutverki, en hún var einhver stórbrotnasti karakter Íslandssögunnar, kraftaskáld á tímum þegar kvæði höfðu sannarlega áhrif á veruleikann og komu góðu eða illu til leiðar, sægarpur hinn mesti og fis
Þó svo að Bjarnar saga Hítdælakappa verði seint talin með betri Íslendingasögum og þykir nokkuð frumstæð sem slík er hún um margt áhugaverð og skemmtileg. Hún segir frá Birni Arngeirssyni, afkomanda Egils Skallagrímssonar, og deilum hans við Þórð nokkurn Kolbeinsson.
Þessi frábæra grein er úr bókinni Um Jónas, en hér fjallar Matthías um þá Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Bjartur kóngsson og Blíður kóngsson er skemmtileg saga um bræður sem eru mjög ólíkir.
Sigurður Arent Jónsson les.
Björn í Gerðum er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Lesari er Páll Guðbrandsson.
Björninn sem aldrei varð reiður er barnasaga eftir ókunnan höfund.
Sigurður Arent Jónsson les.
Skáldsagan Black Beauty: The Autobiography of a Horse kom fyrst út árið 1877. Hún varð strax metsölubók og er það enn í dag. Sagan er sögð frá sjónarhóli hests í formi sjálfsævisögu. Hún hefur komið út í íslenskri þýðingu undir titlinum Fagri Blakkur.
Jón Magnússon (1896-1944) fæddist í Fossakoti í Borgarfirði. Tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur, lærði beykisiðn og stundaði hana þangað til hann eignaðist húsgagnaverslun sem hann rak þar til skömmu fyrir dauða sinn.
Bláskógar II er önnur bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg hans bestu ljóð eins og Bjössi litli á Bjargi, Haustvindar og ljóðabálkinn Bifröst.
Bláskógar III er þriðja bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg góð ljóð eins og Vígvelli, Völu og Gömlu hjónin í kotinu. Jón orti oftast hefðbundið en þó bregður hann út af því á nokkrum stöðum hér.
Bláskógar IV er fjórða og síðasta bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar. Í því er að finna tvö skemmtileg og áhugaverð söguljóð. Hið fyrra nefnist Björn á Reyðarfelli og hið síðara Páll í Svínadal.
Blaðsíða 189 er smásaga eftir Stacy Aumonier.
Einar H. Kvaran þýddi.
Björn Björnsson les.
Skáldsagan Bleak House er af mörgum talin með bestu verkum Charles Dickens. Hún kom fyrst út á árunum 1852-1853. Í sögunni birtist fjöldi litríkra persóna eins og Dickens einum er lagið.
Blekking trúarinnar er ritgerð eftir sálfræðinginn Sigmund Freud í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Er þetta áhugaverð ritgerð í 10 köflum um efni sem við erum alltaf að hugleiða.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sigmund Freud er líklega einn áhrifamesti vísindamaður 20. aldarinnar, ekki aðeins innan sálfræðinnar þaðan sem kenningar hans eru upprunnar, heldur fleiri fræðigreinum. Hann er í raun upphafsmaður nútíma sálgreiningar.
Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku.
Skemmtileg dæmisaga.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Sagan Blóðhefnd (Vendetta) er eftir Archibald Clavering Gunter og þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra Ísafoldar, en þar birtist hún fyrst á íslensku á árunum 1899-1900. Þetta er rómantísk spennusaga sem allir geta haft gaman að.
Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.
Smásagan Blýantsmynd er áhugaverð smásaga eftir Sigurð Róbertsson. Er þetta raunsönn saga sem segir frá ungum munaðarleysingja, Þórarni, sem elst upp á sveit, og hlutskipti hans í lífinu.
Smásagan Boitelle eftir Guy de Maupassant kom fyrst út árið 1889. Ungur franskur hermaður verður ástfanginn af hörundsdökkri stúlku, en treglega gengur að fá samþykki foreldra hans fyrir ráðahagnum.
Björn Björnsson les.