Ingólfur B. Kristjánsson les.
Drauma-Jói er afar áhugaverð og sérstök bók sem kom út árið 1915 og vakti þá gríðarmikla athygli, enda fjallar bókin um merkilegan mann sem sá lengra en flestir samtímamenn hans.
Það eru nú liðin um 107 ár síðan Hermann Jónasson hélt erindi sem síðar voru gefin út á bók undir nafninu Draumar. Það fyrra flutti hann í febrúar 1912 og það síðara í maí sama ár. Voru erindin gefin út á bók.
Saga um það hvernig saumavélin varð til.
Drengurinn sem alltaf sagði satt er saga eftir ókunnan höfund.
Sigurður Arent Jónsson les.
Drengurinn sem fór að synda í vatninu er stutt dæmisaga úr safni Esóps.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Droplaugarsona saga er stutt en skemmtileg saga og talin vera með eldri Íslendingasögum, hugsanlega frá því fyrir eða um miðja 13. öld. Sögusviðið er Austurland, einkum svæðið beggja vegna Lagarfljóts.
Drottning rís upp frá dauðum er þriðja sögulega skáldsaga Ragnars Arnalds. Þar er skáldað inn í raunverulega atburði sem áttu sér stað seint á 13. öld og snerta Margréti dóttur Eiríks Noregskonungs.
Dubliners er safn fimmtán smásagna eftir írska rithöfundinn James Joyce (1882-1941). Sögurnar komu fyrst út árið 1914 og voru skrifaðar meðan barátta Íra fyrir sjálfstæði stóð sem hæst.
Tadhg Hynes les á ensku.
Dularfulla eyjan er ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Sagan kom fyrst út á frummálinu árið 1875. Hún var gefin út hjá Ingólfsprenti, en ekki var getið um útgáfuár eða þýðanda.
Émile Gaboriau (1832-1873) var franskur rithöfundur og blaðamaður. Sérstaklega þótti honum takast vel upp í smásögum sínum.
Hér segir frá því hvers vegna hæð nokkur á Lágheiði í Ólafsfirði nefnist Dýrhóll, en sagan er úr safni Jóns Árnasonar.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Dyrnar með lásunum sjö, eða The Door With Seven Locks eins og hún nefnist á frummálinu, er spennandi og skemmtileg sakamálasaga sem kom fyrst út árið 1926. Sagan varð gríðarlega vinsæl og var færð í kvikmyndabúning árið 1940 og aftur árið 1962.
Dægradvöl er sjálfsævisaga Benedikts Gröndal og er af mörgum talin með betri slíkum sögum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi.
Dæmisaga er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Dætur útilegumannsins er áhugaverð en jafnframt óvenjuleg saga. Birtist hún árið 1911 í fyrsta árgangi tímaritsins Syrpu sem gefið var út í Winnipeg. Í inngangi sögunnar segir einhver, sem kallar sig Gamli Jón frá Íslandi, að hann hafi komist yfir söguna fyrir tilviljun.
Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga um snillinginn og uppfinningamanninn Thomas Alva Edison (1847-1931) þann sem fann upp og/eða þróaði ljósaperuna, hljómplötuna, diktafóninn og fleira.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Ef guð lofar skrifaði hann árið 1909. Hér segir frá ástum og örlögum verslunarstjórans unga, Péturs Svendsen.
Jón Sveinsson les.
Bréf frá Júlíu er áhugaverð bók sem sótt er nokkuð langt að, eða alla leið til andaheima. Byggir hún á ósjálfráðri skrift miðilsins Stead og er það stúlka að nafni Júlía sem skrifar í gegnum hann.
Sagan Eftir glæpinn eftir Constant Guéroult er áhugaverð saga frá 19. öld sem birtist fyrst á íslensku í Fjallkonunni. Sagan segir frá flótta manns sem hefur framið morð frá laganna vörðum.
Ólafur Davíðsson er meðal okkar fremstu vísindamanna sem komu fram á íslenskt sjónarsvið við lok 19. aldar. Leið hans til mennta var löng og varð endasleppt eftir fimmtán ára nám í Kaupmannahöfn þar sem hugur hans hneigðist til víðtækari þekkingar en nám hans krafðist.
Sagan er fengin úr sagnasafninu Fornaldarsögur Norðurlanda. Hér segir frá tveimur köppum, Agli og Ásmundi, sem leggja í leiðangur til að bjarga dætrum konungs, sem rænt var af skelfilegum óvættum. Sagan er hér endurskrifuð í nokkuð einfaldaðri útgáfu.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Egils saga Skallagrímssonar er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stórbrotnustu Íslendingasögunum og talin skrifuð af sjálfum Snorra Sturlusyni.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón stefánsson. Smásöguna Einar Andrésson skrifaði hann árið 1895.
Jón Sveinsson les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Eins og maðurinn sáir er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Sagan Einsog Hamsun birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Eintal á alneti er safn fróðlegra bókmenntaþátta sem Matthías Johannessen skrifar af sinni einstöku snilld og hugviti þannig að allir geta haft gaman af.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.