Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Þetta er stutt saga þar sem konungurinn Alkamar hinn örláti og hirðfíflið ræða um dýrmæta gjöf.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Þetta er skemmtilegt ævintýri þar sem segir frá landi sem á sér engin landamæri og er í raun ekki til. Íbúar þess heita Allir og Enginn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smásagan Alltaf að tapa? eftir Einar H. Kvaran kom fyrst út í smásagnasafninu Sveitasögur, gamlar og nýjar árið 1923.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 930. Þúsund árum síðar kom íslenska þjóðin saman á sama stað til að halda upp á 1000 ára afmæli alþingis. Jóhann Jónsson skáld segir hér frá sögu alþingis Íslendinga af þessu tilefni.
Anderson er saga í sjö köflum, nokkurs konar noveletta. Hún var fyrst gefin út árið 1913 í smásagnasafninu Frá ýmsum hliðum og vakti þá töluverða athygli. Fékk hún þann dóm frá einum gagnrýnanda að á henni sé ,,einkennilega mikið kast'', hvað sem það þýðir.
Í þessari áhugaverðu grein segir Jón Trausti frá hinum heimsfræga auðmanni og mannvini Andrew Carnegie.
Lesari er Jón Sveinsson.
Saga frá tímum Rómaveldis.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Hin sígilda skáldsaga Anna Karenina eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy kom fyrst út á bók árið 1878 og er enn í dag talin eitt af bestu skáldverkum heimsbókmenntanna.
Anne of Avonlea eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er önnur skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nokkur ár eru nú liðin síðan Anne kom til Avonlea sem ellefu ára munaðarlaus stelpuhnáta.
Anne of Green Gables eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fyrsta skáldsagan í röðinni um ævintýri munaðarlausu stúlkunnar Anne Shirley. Matthew og Marilla Cuthbert höfðu óskað eftir að ættleiða hljóðlátan dreng til að aðstoða þau við búverkin.
Anne of the Island eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er þriðja skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Anne yfirgefur nú Avonlea í bili og heldur til náms við Redmond College í Kingsport. Þar halda ævintýrin áfram.
Anne's House of Dreams eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fimmta skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nýr kafli er nú að hefjast í lífi Anne, þegar hún flytur ásamt eiginmanni sínum í lítið hús í þorpinu Four Winds og kynnist nýjum nágrönnum.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Áhugaverð saga um virðulegan lögfræðing sem hefur verið undir miklu álagi en verður þá allt í einu fyrir því að hann missir minnið og vitneskjuna um hver hann er. Til að ráða fram úr því ákveður hann að taka sér nafn úr auglýsingu. Og síðan leiðir eitt af öðru.
Fáir íslenskir höfundar hafa haft jafnmikið vald á smásagnaforminu og Indriði G. Þorsteinsson. Aprílsnjór er ein af hans áhugaverðustu sögum og þar koma fram hans bestu eiginleikar sem höfundar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Sagan Arfleifð frumskógarins eftir Sigurð Róbertsson fjallar um nútímamanninn í umróti tuttugustu aldar og viðleitni hans til að halda í við framvindu tímans. Til þess þarf hann að tileinka sér gildismat velferðarþjóðfélagsins og afskrifa fortíðina.
Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson er fyrsta skáldsaga höfundar og kom fyrst út á bók árið 2014.
17. öldin var að mörgu leyti erfið Íslendingum en ól þó af sér margt merkisfólk. Meðal þeirra má nefna Ara Magnússon í Ögri og konu hans, Kristínu Guðbrandsdóttur.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Guðrún Elva Guðmundsdóttir.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Árna saga bikups segir sögu Árna biskups Þorslákssonar og er auk þess ein merkasta heimild um sögu Íslands á tímabilinu frá 1270-1290. Árni var biskup í Skálholti frá 1269 þar til hann lést 1298.
Segja má að Arngrímur lærði hafi verið einn þekktasti fræðimaður Íslands á sínum tíma og fyrsti fræðimaðurinn sem náði einhverri útbreiðslu úti í hinum stóra heimi.
Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Around the World in Eighty Days er sígild ævintýrasaga eftir Jules Verne. Hér segir frá Englendingnum Phileas Fogg sem, ásamt einkaþjóni sínum Passepartout, reynir að ferðast hringinn í kringum jörðina á 80 dögum til að vinna veðmál.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Ást í siglingu er skemmtileg smásaga, leiftrandi af kímni, eftir enska rithöfundinn William Wymark Jacobs (1863-1943).
Björn Björnsson les.
Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Sagan minnir stundum á Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson.